laugardagur, maí 7

´bang bang-my baby shot me down-

"Þú lékst þér ekki nóg með LEGÓ í æsku Sigga mín!" Þessi orð föður míns heyri ég nú þegar ég er að pakka niður í milljón skrilljón brúna pappakassa... þetta væri nú skemmtilegra ef þeir væru kannski bleikir og fjólubláir og rauðir...en nei..bara brúnir, en þó í mismunandi stærðum...Það er með blednum tilfinningum sem ég skil við Laugaveg 20B...Þetta var alveg magnað partípleis og ofur hentugt fyrir ofur pæjur og þeirra krú...Ég hef ekki átt heima svona lengi á sama stað frá því að ég bjó heima hjá mömmu á Dvergholtinu, þegar ég var "gaflari"...
Grínlaust, ég og Phoebe í Friends gætum sest saman og talað um hvernig er að flytja þúsund sinnum..bara svona til að sannfæra alla skal ég telja upp hvar ég er búin að búa frá því að ég flutti út frá mömmu 2001
2001_dvergholt+karlagata
2002_karlagata+melhagi+dvergholt+Los Angeles
2003_Dvergholt+grundarstígur+langholtsvegur+garðabær+bjarnarfjörður+garðastræti+ laugavegur 85
ekkert grín 2003 skal ég segja ykkur, og mér er ekki einu sinni vel við að flytja.. ég HATA að pakka...hvað þá að lyfta þeim og vesenast í því...
ég komst að því í kvöld að ég lék mér bara víst alveg nóg í LEGO þegar ég var lítil, ég var ekkert smá dugleg að raða skipulega og passa að nýta plássið og svona..held ég.. ég reyndar staðfesti grun minn um að ég sé ekki the sharpest tool in the shed þegar það tók mig 6 tilraunir til að sjá að hluturinn bara passaði ekki..og ég meira að segja reyndi að snúa honum endalaust og troða...ég verð seint verkfræðingur, það er víst... sem minnir mig á það, hann andri minn er að fara í útskriftarferðalag til LA og Hawaii í næstu viku og ég er að fara að plana það með honum ásamt því að pína útúr honum hvað felst í svona formannsstarfi eiginlega...hmm...
en já, aftur að pakkeríinu, sko ég er að verða búin að redda sem flestu NEMA rúminu mínu, þannig að ef einhver bíður sig fram í að geyma það fram á haust...?????

ég hef ákveðið að ganga hin bóhemíska veg af krafti..eða kannski af mysterísku dóli... í sumar ætla ég að vera heimilislaus og fátæk, betlandi um svefnpláss hjá hinum og þessum, sitjandi í Barcelona eða á Austurvelli að skrifa bókina mína og lesandi hin og þessi meistaraverk sem kollegar mínir hafa skrifað... ég verð mikið hugsi í sumar og fjárfesti eflaust í ekta frönsku átfitti þar sem að ég sé bóhem þannig fyrir mér... en eiginlega bara stráka, hver er stelpu bóhem??
allavega, ég fæ bara fiðrildi í magan þegar ég minnist á sumarið....jey, bara 6 dagar eftir af þessu crap prófum og svo er partí partí hjá mér!!! og svo Boston í þynnkunni...

ég þarf að skipta fötum og skóm eftir vetri og sumri þar sem að ég mun lifa í ferðatösku í sumar og þá er eins gott að vera ekki með of mikið! ég komst að því að það er lífsnauðsynlegt að hafa 17 skópör, bara the beisiks, og 9 fína kjóla... við erum að tala um föt sem ég get ekki hugsað mér að setja í kassa í 3 mánuði...auðvitað er þetta fyrir utan alla bolina og buxurnar og peysurnar...hmmm... kannksi er þetta ekki ekta bóhem...ég þarf að skoða það; kannksi verð ég bara svona nýtt islenskt bóhem-stelpu bóhem-....

ég sá gamalt flame áðan og fékk í magann, sumir munu bara alltaf eiga part í manni held ég, sem er ágætt, maður þarf nefnilega á fiðrildunum að halda, annars er bara ekki eins gaman að pæjast..finnst mér allavega.

í dag breyttist ég í mömmu mína...sem er svoldið spes þar sem að við erum þó nokkuð líkar (segir fólk mér..sérstaklega þegar það sér mig út á götu)...allavega, mamma er búin að vera í Boston í viku sem þýðir að Gazzi er búinn að vera einn heima.... þegar ég var á hans aldri og ein heima var haldið villt og tryllt partí...og húsinu var rústað....ahhh good times :) ég var mætt snemma heim í morgun og allt leit bara vel út nema hvað, it takes one to know one...ég sá ummerki þess að e-ð teiti hafði verið kvöldið áður, sem er í lagi, svo lengi sem öll ummerki þess eru afmáð! Þar sem að ég er elst og hef þó nokkra reynslu í því að þrífa eftir partí að Írisar mömmu standardi þá tók ég mig til og skrifaði lista... þessi listi innihélt 26 atriði...þrifatriði..sem ég skipti samviksusamlega milli systkina minna... ég að sjálfsögðu neitaði að taka þessi þrif á mig þar sem að ég bý ekki þarna lengur og þetta var ekki mitt partí! mamma segist koma heima á mánudaginn en við vitum að hún kemur í raun og veru heim á morgun og ætlar þannig að ná bróður mínum...en nei, she doesnt know that we know that she knows!!the messies become the messers... já of mikið af Friends í prófunum, happens every time....
þannig að systkini mín eru sveitt heima í spot less spikk and span þrifum þannig að mamma geti tekið fram hvítu hanskana og borðað af gólfinu...

tómlegt í íbúðinni...margar góðar minningar héðan, það er alveg á hreinu...

ég held að þetta sé sjötta helgin í röð þar sem að ég fer ekki að djamma og er farin að sofa fyrir miðnætti...ég actually var að bíða eftir framhaldsmynd á stöð2 í gærkvöldi...sad... frekar skrýtið að vera EKKERT að djamma...samt svona lúmskt þægilegt.. ég og pabbi erum mætt í kaffi ekki seinna en 9.30 á hverjum einasta sunnudegi...maður er orðin svo fullorðin sko....svo stór....

það er svo skrýtið hvernig líkaminn bregst við prófstressi...Vala mín verður veik og fær flensu. Ég verð bara skrýtin. I fyrsta lagi þá öðlast hugtakið partíblaðra alveg nýja merkingu þar sem að líkaminn heldur að hann sé úlfaldi!! þetta er satt, fyrst hélt ég að hann væri bara að safna í brjóst þannig að þegar ég færi á klóið myndi ég bara pissa brjóstunum af mér en það er ekki svo...ég fer ALDREI á klósstið... í gær gerði ég tilraun og komst að því að blaðran mín rúmar 3lítra af vatni!!! KAMELDÝR!! hver geymir 3lítra af vatni og til hvers??? Ísland er allt annað er eyðimörk sko.. og svo er ég endalaust þyrst, ég er alltaf með líters brúsa við hliðina á mér... ég fæ bara ekki nóg..er verið að bæta upp fyrir e-ð??? skort á ákv sviðum??? ég bara skil þetta ekki!
í öðru lagi þá eignast raddirnar og alter egóin sinn stað á andlitinu og verða sýnileg umheiminum...á þriðjudaginn fékk ég Söru og Soffíu, ofur bólur sem standa eins og Vesívíus á andlitinu mínu fríða, tilbúnar að gjósa.. (eða bara þegar þeim hentar). það er ekki mannlegt að vera með svona 2 manneskjur á sér...á andlitinu, hvað er það??
þær fá lika mikið meiri athygli en ég þar sem að ég sé að fólki finnst þær skemmtilegri en ég..allavega horfir það alltaf á þær...kannksi meira af viðbjóði heldur en aðdáun, ég veit ekki... nú er Sara að hverfa en Soffía þrjóskast við.. og ég á 2 próf eftir..ætli Óli og Davíð mæti ekki bara líka á svæðið... spennandi að sjá, babaraa.....

ég ætla að kíkja á aðferðarfræðiglósur áður en ég held áfram að pakka... ég er algerlega að æla á þessi próf...æla æla æla æla æla.... tvö eftir og ég bara get ekki meir...æ l a ....

hlakka til föstudagsins 13.maí þar sem allir ætla að gleðjast með mér, ég er búin að gera killer partí dans lista í tölvunni með gömlum slögurum eins og Short dick man..dont want no short dick man... iny miny.....!!!vííííí

1 ummæli:

Mia sagði...

haha fyndið.. bæði Garðar og Eva voru bara litlir krakkar þegar ég sá þau síðast